Formannaskipti í kvenfélaginu Heklu í Skagabyggð

Árný Margrét Hjaltadóttir, fráfarandi formaður
Árný Margrét Hjaltadóttir, fráfarandi formaður
Aðalfundur kvenfélagsins Heklu var haldinn í Skagabúð 7. júní s.l. Á fundinum fóru fram formannaskipti en þá lét Árný Margrét Hjaltadóttir á Steinnýjarstöðum af störfum sem formaður en því embætti hafði hún gegnt síðustu 37 ár.

Við formennsku tók Erna Högnadóttir og með henni í stjórn eru Arnrún Ösp Guðjónsdóttir og Dagný Rósa Úlfarsdóttir.

Árnýju var færður glaðningur fá kvenfélagskonum ásamt þakkarbréfi frá Kvenfélagasambandi Íslands en hún er líklegast sá formaður kvenfélags sem starfað hefur lengst á landsvísu.

Árnýju eru þökkuð áratugastörf í þágu kvenfélagsins og samfélagsins á Skaga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir