Forkastanleg vinnubrögð stjórnvalda
Stjórn Framsóknarfélags Skagafjarðar mótmælir á fundi sínum í gærkvöld harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að færa starfsemi heilbrigðisstofnunar Skagafjarðar undir hatt sameiginlegrar heilbrigðisstofnunar á Norðurlandi.
Í ályktun frá stjórninni segir að það frábæra starf sem unnið hefur verið á Sauðárkróki í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar hafi verið gert innan ramma þeirra fjárlaga sem sett hafi verið hverju sinni og því sé í raun forkastanlegt að slíkur árangur sé settur undir hatt þeirra sem ekki hafa haft gæfu til að vinna eftir slíkri forskrift Jafnframt segir; -. Brýnt er að vinna frekar að því við þær aðstæður sem efnahagslíf íslands býr við að færa meira vald og yfirrað yfir heilbrigðisstofnununum til sveitarfélaganna telji ríkisstjórn sig vanmáttuga til að halda úti þeirri heilbrigðisþjónustu sem við höfum búið við á Íslandi og hefur byggst upp undir forsjá framsóknarflokksins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.