Forgangshópar bólusettir frá 2. nóvember
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.10.2009
kl. 08.26
Samkvæmt tilkynningu frá Landlækni verður byrjað að bólusetja sjúklinga í tilgreindum forgangshópum og þungaðar konur á heilsugæslustöðvum um land allt mánudaginn 2. nóvermber.
Eru sjúklingar í þessum hópum beðnir að hafa samband við heilsugæslu næst lögheimilum sínum frá og með fimmtudegi 22. október.
Gert er ráð fyrir að það taki allt að fjórar vikur að bólusetja nefnda hópa fólks en í framhaldinu verður almenningi boðið bólusetning og verður hún auglýst sérstaklega í nóvember.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.