Fór inn á sjúkraskrár sjúklinga

Frá Blönduósi

Á Vísi.is er sagt frá því að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Blönduóss hefur orðið uppvís að því að fara inn á sjúkraskrár fólks sem leitað hefur til lækna stofnunarinnar. Þetta staðfestir Matthías Halldórsson landlæknir í samtali við Fréttablaðið í dag.

 

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafði forstjórinn aðgang að sjúkraskrám heilbrigðisstofnunarinnar af því að hann sá um tölvumál hennar og stofnaði meðal annars aðgang fyrir nýja starfsmenn og setti inn lykilorð þeirra. Rannsókn Landlæknisembættisins leiddi í ljós að forstjórinn hafði farið inn á sjúkraskrár í allnokkrum tilvikum en þeir eiga ekki  að hafa aðgang inn í sjúkraskrárnar þar sem þeir eru ekki heilbrigðisstarfsmenn.

Vísir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir