FNV stúlkur í öðru sæti

ksi-merkiKvennalið Fjölbrautarskólans, FNV, stóð sig vel á Framhaldsskólamóti KSÍ í knattspyrnu en leikið var til úrslita í gær á Ásvöllum í Hafnarfirði.

FNV stúlkurnar enduðu í öðru sæti á eftir Flensborg þar sem þær unnu tvo af sínum leikjum og töpuðu einum. Framhaldsskólinn á Laugum endaði í þriðja sæti og FB stúlkur sem mættu ekki til leiks í úrslitakeppninni verma neðsta sætið.

FNV var dæmdur sigur 3-0 á móti FB, unnu Laugar 2-0 en töpuðu fyrir Flensborg 1-0 þar sem eina mark leiksins kom alveg í blálokin. Ferðin heppnaðist vel í alla staði og komu stúlkurnar hæstánægðar heim með silfurverðlaun um hálsinn. Fyrfram bjuggust FNV stúlkur við erfiðum leik á móti Flensborg þar sem innan þeirra raða voru reynslumiklir FH og Haukaleikmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir