Flottir krakkar á jólamóti Tindastóls í júdó
Iðkendur Júdódeildar Tindastóls kepptu á jólamóti sem fram fór í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Góð mæting var á mótið sem markar lok starfs júdódeildarinnar á árinu. Alls mættu 26 keppendur til leiks, 17 stelpur og 9 strákar. Rúmlega þriðjungur keppenda æfir austan Vatna, en æfingar fram á Hofsósi einu sinni viku undir handleiðslu Jakobs Smára Pálmasonar, bónda í Garðakoti.
Á heimasíðu Tindastóls segir að margar glímur hafi verið jafnar og skildi oft lítið á milli sigurs og taps. „Allir mega þó vera sáttir við sína frammistöðu enda stóðu iðkendur sig mjög vel og gáfu lítið eftir í sínum glímum þó stundum væri við ofurefli að etja,“ skrifar Einar Hreinsson, formaður deildarinnar á Tindastóll.is en þar er að finna margar skemmtilegar myndir frá mótinu sem og úrslit. Sjá HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.