Flöskuskeyti í Málmey

Magnús með flöskuskeytið góða.

 Magnús Ómar Pálsson á Hofsósi fann flöskuskeyti í Málmey en skeytið hafði verið sent frá AAsgard b platform í Noregi þann 19 febrúar sl. Skeytið hefur að likindum verið sent frá olíuborpalli en sendandi þess var Khaled Ac-AAnazi í Noregi.

 

Flaskan sem bar skeytið frá Noregi og alla leið í Skagafjörð.

Magnús Ómar var á ferð ásamt föður sínum Páli í Pardusi á Hofsósi og magi hans. Var erindi þeirra út í Málmey að sækja rekavið og ganga frá hjólhýsi sem þeir eiga í eyjunni fyrir veturinn. –Ég fór yfir í Kringluskarð á eynni og sá þá að þar lá flaska sem í var bréf en flöskunni hafði verið kastað í sjóinn í febrúar á þessu ári, segir Magnús. Sendandi sendi bæði símanúmer og vefpóstfang en þeir feðgar höfðu ekki tekið ákvörðun um hvort þeir myndu hafa samband við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir