Flöskuskeyti frá Sauðárkróki skilar sér á Drangsnesi

 Rebekka Ýr Huldudóttir á Sauðárkróki sendi flöskuskeyti úr Borgarsandi á Sauðárkróki snemma á þessu ári en á dögunum fannst skeytið í fjörunni á Drangsnesi á Ströndum.

Rebekka fékk síðan bréf frá Írisi Ósk Halldórsdóttur en það var pabbi hennar sem fann skeytið. –Ég klippti svona sæhest út og límdi á blað og setti í skeytið, segir Rebekka Ýr. Aðspurð um af hverju hún sendi skeyti svaraði Rebekka að bragði; -Æi, bara langaði að prófa.

Það er gaman að segja frá því að Íris Ósk býr í Keflavík en Rebekka bjó þar til fimm ára aldurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir