Fljótsdalshérað var það heillin
feykir.is
Skagafjörður
15.02.2010
kl. 17.34
Dregið hefur verið í þriðju umferð spurningaþáttarins Útsvars sem sýndur er í Sjónvarpi allra landsmanna. Lið Skagafjarðar er í fyrsta sinn komið með hælana þar sem fyrri lið Skagafjarðar hafa haft tærnar, sem er vel. Þann 26. febrúar næstkomandi mun lið Skagafjarðar mæta sprækum keppendum af Fljótsdalshéraði.
Lið Fljótsdalshéraðs hefur hingað til lagt að velli lið Vestmanneyinga og Kópavogs en liðið er skipað þeim Ingunni Snædal, Stefáni Boga Sveinssyni og Þorsteini Bergssyni.
Þá er bara að vona að lið Skagafjarðar geri sitt besta og aðeins betur ef það er það sem þarf.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.