Flestir strikuðu yfir Stefán Vagn og Jón Magg

 Kjörstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur nú sent frá sér lista yfir útstrikanir í sveitastjórnarkosningunum sem fram fóru á dögunum. Flestar útstrikanir hlaut Stefán Vagn Stefánsson eða 27 en þar á eftir kom Jón Magnússon með 22.

 Útstrikanir Jóns vega þó hlutfallslega þyngra en útstrikanir Stefáns Vagns sé horft til fjölda atkvæða að baki frambjóðenda.

Þriðji hæsti var Bjarni Jónsson með 18 útstrikanir. Aðrir fengu mun minna. Minnst var strikað út hjá Frjálslyndum eða einungis ein útstrikun á oddvita flokksins. Þorsteinn Broddason annar maður hjá Samfylkingu fékk 2 útstrikanir en Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir oddviti þeirra var án útstrikanna og þar með ein oddvita án útstrikanna.

 Útstrikanir voru eftirfarandi; 

 B

 Stefán Vagn    27

Sigríður           6

Bjarki              12

Viggó              2

Elínborg           2

Þórdís              1

 D

 Jón M              22

Sirrý                3

Gísli                 8

Haraldur          3

 S

 Þorsteinn         2

 V

 Bjarni 18

Gísli                 4

 F

 Sigurjón            1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir