Fleiri tombólukrakkar
feykir.is
Skagafjörður
16.07.2009
kl. 14.49
Tombóluhaldarar eru duglegir þessa dagana við að leggja Þuríði Hörpu lið en í gær sögðum við frá því að yfir 100 þúsund krónur hafi safnast eftir þeirra vinnu. Nú nýverið héldu fjórar stúlkur tombólu og létu þær afraksturinn renna í söfnunarsjóð Þuríðar.
Stúlkurnar Ásdís Inga Halldórsdóttir, Hafdís Lind Sigurjónsdóttir, Sara Líf Guðmundsdóttir og Birta Líf Hauksdóttir bönkuðu upp á heima hjá Þuríði og afhentu henni það sem tombólan gaf eða alls kr. 5857. Þuríður er hæstánægð með framlög tombólubarna sem er þónokkuð drjúgur og vill koma kæru þakklæti til þeirra allra sem að þeim standa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.