Fjórum fánum stolið aðfaranótt sunnudags

Óprúttnir aðilar gerðu sér lítið fyrir aðfaranótt sunnudags og stálu fjórum fánum sem blöktu við hún á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Knattspyrnudeild Tindastóls hefur kært málið til lögreglu en vill þó gefa þjófunum tækifæri á að bæta ráð sitt.
-Þetta er tjón fyrir okkur enda þurfum við að fá nýja fána en fánarnir sem um ræðir eru frá KSÍ, Fisk, Landsbankanum og KS. Það er því ekki eins og einhver sé að fara að flagga þessu heima hjá sér, segir Ómar Bragi Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls.

Aðspurður segir Ómar Bragi að þetta hafi einstaka sinnum komið fyrir en aldrei fyrr hafi svona margir fánar horfið í einu.

Fánunum má skila við vallarhúsið nú eða bara á skrifstofu Tindastóls Víðigrund 5. Skorti grallaspóum kjark þarf viðkomandi ekki að gefa sig fram heldur getur skilið fánana eftir við vallarhúsið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir