Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri tekur yfir heilbrigðisstofnanir

Heilbrigðisstofnunin Blönduósi- Sauðárkróki hefur verið lögð niður áður en hún var nokkru sinni tekin til starfa og allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Norðurlandi sameinaðar í eina undir forystu sjúkrahússins á Akureyri sem verður Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að breytingarnar hafi verið unnar í samráði við stjórnendur stofnananna sem þær taka til og meginmarkmið þeirra kynnt starfsmönnum viðkomandi stofnana.

Í síðustu viku óskaði byggðaráð Skagafjarðar eftir að fá að taka stofnunina á Sauðárkróki yfir og var því samkvæmt því ekki kunnugt um þennan gjörning heilbrigðisráðuneytis.

Þegar Feykir fjallaði um sameiningu stofnananna í nóvember var sameiningin á lokastigi og átti aðeins eftir að auglýsa laust starf forstöðumanns.

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sem nú mun fara með yfirstjórn heilbrigðismála á Norðurlandi vestra hefur undan farnar vikur staðið í mjög umdeildum sparnaðaraðgerðum sem komið hafa illa niður á þeim sem síst skyldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir