Fjórði sigurinn í röð hjá Stólastúlkum
Já það leikur á alls oddi hjá Stólastúlkum þessar vikurnar því í gær, fimmtudaginn 16. nóvemer, náðu þær í fjórða sigurinn í röð þegar Ungmennaflokkur Keflavíkur kom í Síkið. Eftir leikinn sitja þær í 2. sæti með fjóra sigra og tvö töp en KR situr í því fyrsta með fimm sigra og eitt tap.
Stelpurnar komu mjög ákveðnar til leiks og unnu fyrsta leikhluta mjög sannfærandi 27-10. Stólastúlkur unnu einnig annan leikhluta en hann var jafnari en sá fyrsti sem endaði með að þær skoruðu 18 stig á móti 12. Staðan í hálfleik 45 – 22 fyrir Tindastól. Þriðji leikhluti var líka jafn en Stólastúlkur unnu leikhlutann með 19 stigum á móti 15 og staðan því fyrir síðasta leikhlutann 64 – 37, aðeins 27 stiga munur. Í fjórða leikhluta tóku Keflvíkingar við sér og náðu að sigra leikhlutann 11-17 en það kom ekki að sök og endaði leikurinn 75-54 fyrir Tindastól. Glæsilegur sigur hjá stelpunum.
Þegar tölfræði leiksins er skoðuð má sjá að Helgi Freyr hefur verið að nýta bekkinn vel því hann skoraði 34 stig á móti 41 hjá byrjunarliðinu. Brynja Júlíusdóttir var stigahæst með 12 stig, Ify var með ellefu stig, Adriana var með 10 stig, Aníka og Rannveig voru með átta stig hvor, Klara var með sjö stig, Eva og Emese voru með sex stig hvor, svo var Inga Sigríður með fjögur og að lokum Emma með þrjú stig.
Næsti leikur hjá stelpunum er laugardaginn 25. nóvember við Aþenu í Síkinu sem situr í 6. sæti og verður gaman að sjá þann leik.
Áfram Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.