Fjórða og síðasta Kormákshlaupið
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
08.05.2009
kl. 13.43
Fjórða og síðasta Kormákshlaupið fer fram á morgun, 9.maí klukkan 11:00. Allir hlauparar fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna og þeir sem hlupu í að lágmarki þremur Kormákshlaupum geta unnið til verðlauna í sínum aldurshópi.
Á morgun munu væntanlega félagar úr Göngufélaginu Brynjólfi koma og hlaupa og að hlaupi loknu afhenda bikar til minningar um Bjarka Heiðar Haraldsson. Keppt verður um bikarinn í tíu ár og er þetta fimmta árið sem það er gert.
/Norðanátt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.