Fjör á uppskeruhátíð Neista

Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Neista á Blönduósi hélt uppskeruhátíð í gær fyrir alla krakkana úr námskeiðshópunum í vetur og mættu þau flest ásamt foreldrum. Farið var í þrautabraut, ratleik ofl.

Þetta var hin besta skemmtun, hvöttu krakkarnir síðan foreldrana til að fara brautina og létu þau sitt ekki eftir liggja, einbeitingin var mikil eins og myndirnar segja til um og var mikil hvatning og hlátrasköll í höllinni á meðan þetta gekk yfir. Síðan var endað á pizzuveislu og að lokum fengu þau afhent viðurkenningarskjal og gjöf fyrir hvað þau stóðu sig frábærlega vel í vetur og var virkilega gaman að sjá hvað þau eru dugleg og flott á hestbaki.

Takk fyrir skemmtilegan vetur og vonum við að þau flest sjái sér fært að mæta að ári. Það eru komnar nýjar myndir á heimasíðuna neisti.net   

Bestu kveðjur Æskulýðsnefnd Neista.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir