Fjör á Mælifelli um helgina

maelifell_nyttÞau leiðu mistök urðu í síðasta Sjónhorni að helmingur auglýsingar frá skemmtistaðnum Mælifelli datt fyrir mistök út. Það er því vonandi einhver bragarbót að geta sagt frá því hér að það verður heldur betur fjör á Fellinu næstu kvöld. Strax í kvöld sóla Mugison og Bjöggi Gísla, annað kvöld mæta skagfirsku heimstónlistartröllin í Multi Musica og framleiða magnaðann seið og á laugardagskvöldið stíga snillarnir í hljómsveitinni Von á stokk og gera stuð. Gera aðrir staðir betur...? Nei einmitt, það er ekki hægt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir