Fjör á Eldi þrátt fyrir óhagstætt veður

Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í Kleppara!

Unglistahátíðin Eldur Í Húnaþingi gengur  vel og heyrst hefur á fólkið að það sé bara ánægt með það sem búið er. En framundan í dag og um helgina er spennandi dagskrá.

Dorgveiðikeppnin var í gærmorgun í skítakulda svo ekki sé meira sagt! Margir urðu frá að hverfa vegna aflaleysis og kulda. Þrír mættu þó með sinn afla á verðlaunaafhendinguna.

Listasýning í andyri félagsheimilisins var opnuð kl. 13 og verður hún opin á sama tíma í dag líka; 13 - 18.

Námskeið í breakdansi var svo haldið eftir hádegi og mætti fjöldinn allur af krökkum.

Kl. 17 var svo haldið heimsmeistaramót í Kleppara og þar mættu um 45 manns! Gaman var að sjá hvað þátttakan var góð, allt frá ungum spilurum upp í eldri og reyndari! Keppnin var hörð en endaði þannig að Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í Kleppara!

Dagskráin í dag og á morgun
10:00-12:00 Leikir á Mjólkurstöðvartúninu
13:00-18:00 Listasýning í félagsheimilinu
13:30 Leikritið Pína Pokastelpa í félagsheimilinu
14:30 Dans, söng og leiklistarnámskeið með leikhópnum 2 plús 1 fyrir 10 ára og eldri í félagsheimilinu
18:00 Fimleikasýning á hestum bakvið Síróp
18:10 Afrakstur barnanna frá námskeiði fyrr um daginn
19:00 Grill á Café Síróp
21:00 Borgarvirki
• Hörður Torfa
• Big Band tónlistarskóla A-Hún
23:00-03:00 Tónleikar Kimi Records á Café Síróp. Aðgangseyrir kr. 1.500.

Sjoppan opin
25. Júlí 2009
Laugardagur

13:00 Fjölskyldudagur fyrir utan félagsheimilið:
• Andlitsmálning
• Hoppukastalar
• Sápubolti
• Fyrirtækjakeppni
• Grill

17:00-18:00 Fótboltaleikur Heiðu í Dal gegn Kormáki uppi í Hvammi

Skítamórall spilar á:
• Balli fyrir 16 ára og yngri kl. 20:00-22:00. Aðgangur ókeypis.
• Balli fyrir 16 ára og eldri kl. 23:00-03:00. Aðgangseyrir kr. 3.000.

 

Hægt er að skoða mynir og fleiri fréttir frá Eldi hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir