Fjölskyldu vantar fyrir skiptinema
Á Íslandi eru núna um 40 skiptinemar á vegum AFS. Sjö af þessum nemum vantar góða fjölskyldu sem er tilbúin að taka skiptinema inn á heimilið og láta honum líða sem einum af fjölskyldunni.
Fjölskyldur sem bjóða skiptinemum inn á heimili sín geta verið mjög margbreytilegar, t.d. fjölskyldur með börn, ung barnlaus hjón, einstæðir foreldrar o.s.frv. Það er fyrst og fremst áhuginn og hlýtt viðmót sem skiptir máli. Þegar fjölskylda hýsir skiptinema verður hún margs fróðari um land og þjóð skiptinemans. Hún lærir einnig ótal margt um sjálfa sig og okkur Íslendinga. Ýmsar venjur, sem þykja sjálfsagðar, fá nýja merkingu. Skiptineminn verður sem einn af fjölskyldunni. Þegar fjölskylda nokkur, sem tekið hafði nema í ársdvöl, var spurð að því hvað hefði verið erfiðast var svarið: „Það var erfiðast að kveðja skiptinemann þegar hann fór.“
Ef þín fjölskylda hefur áhuga á að taka skiptinema inn á heimili sitt þá gefur Bryndís frekari upplýsingar í síma 849-5135 eða á bryndisliljah@hotmail.com eða þið getið haft samband við skrifstofu AFS í síma 552-5450
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.