Fjölmennur borgarafundur á Sauðárkróki
Nú er hafinn borgarafundur á sal FNV þar sem félög Framsóknarflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Skagafirði boðuðu í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð.
Stuttar framsögur á fundinum halda fulltrúar frá Sýslumannsembættinu á Sauðárkróki, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki ásamt sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar. Þungt hljóð er í framsögumönnum sem finnst langt seilst í sparnaði á svæði sem ekki hefur þanist út á svokölluðum góðæristímum.
Nokkrir hafa kvatt sér hljóðs en Skúli Skúlason rektor Hólaskóla reið á vaðið en næstur honum talaði Sveinn Margeirsson. Í pontu nú talar Guðbjartur Hannesson þingmaður og formaður fjárlaganefndar.
Þingmönnum Norðvesturkjördæmis var boðið sérstaklega til fundarins og eru þeir að tínast inn en þeir hafa setið fund á Hvammstanga í dag. Í lok fundarins verður lesin upp ályktun sem send verður ríkisstjórn Íslands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.