Fjölmennur borgarafundur
feykir.is
Skagafjörður
09.01.2009
kl. 16.38
Borgarafundurinn sem boðaður var vegna tillagna heilbrigðisráðherra á málefnum Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki er vel sóttur. Bæjarbúar, starfsfólk stofnunarinnar, sveitarstjórnarmenn og þingmenn eru á staðnum og hlýða á og halda tölu.
Hiti er í fólki út af málefninu og mótmæla hástöfum fyrirætlunum Guðlaugs Þórs ráðherra og fá ræðumenn mikið lófaklapp fyrir sitt framlag.
Fundurinn stendur enn yfir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.