Fjölmenni skoðaði Glaumbæ á Safnadegi

Fjöldi fólks kom í heimsókn á Safnadeginum. Mynd:Sk.com

Safnadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær á Íslandinu góða og víða boðið frítt á söfnin í tilefni dagsins. Sk.com hefur það eftir Sigríði Sigurðardóttur safnstjóra í Glaumbæ að fjöldi fólks hafi heimsótt staðinn og notið þess sem boðið var upp á.

 

 

 

Slegið með orfi og ljá. Mynd: Sc.com

Veðrið var með ágætum og gátu gestir fylgst með því þegar slegið var með orfi og ljá auk þess að skoða hefðbundnar sýningar. Krökkum gafst kostur á að fara í búleiki.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir