Fjölmenni á kynningarþingi í Verinu
Nú stendur yfir fjölmennt kynningarþing í Verinu á Sauðárkróki þar sem verbúar kynna starfsemi sína auk þess sem einstök verkefni verða kynnt fyrir gestum. Þingið hófst kl. 13.30 og lýkur um kl.17 í dag.
Verbúarnir Gísli Svan Einarsson, Helgi Thorarenssen, Gunnlaugur Sighvatsson, Arnljótur Bjarki Bergsson og Matthildur Ingólfsdóttir hafa kynnt þá starfsemi sem þau sýsla við og fer nú að byrja kynning einstakra verkefna. Þar fjalla Stefán Óli Steingrímsson um óðalsatferli laxfiska, Ólfur Siggeirsson um grsnytjar bleikju, Jón Þór Jósepsson um að breyta ostamysu í arðbæra framleiðsluvöru, Björn Margeirsson um hitastýringu í flutningsferlum sjávarafurða, Hörður Kristinsson um tækifæri í lífefnavinnslu og Þorsteinn Ingi Sigfússon sem fjallar um opnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.