Fjöllin bera hvíta hatta
Það er enn kuldalegt í morgunsárið og snjór í fjöllum í Skagafirði. Í gær snjóðaði á Hveravöllum en ekki var sýnilegur snjór þar í morgun. Á morgun má gera ráð fyrir smá súld en að öðru leyti að birti til og verða skaplegra verður. En hér fyrir neðan er spá Einars Sveinbjörnssonar fyrir helgina.
Föstudagur 24. júlí:
Sérlega kalt loft yfir landinu og ekki nema 3 til 7 stiga hiti á landinu í morgunsárið. Lítilsháttar rigning á norðanverðum Vestfjörðum og sums staðar vestantil á Norðurlandi og eins með suðausturströndinni þegar kemur fram á daginn. Skýjað að mestu, en þó bjart á Suðurlandi. Ekki ólíklega kröftugar síðdegisskúrir á þeim slóðum. N 5-10 m/s vestantil á landinu, en annars lægir og hægur vindur af NV og V víðast hvar. Hiti 10-15 stig syðra þegar best lætur.
Laugardagur 25. júlí:
Smá súld á Ströndum og annesjum norðanlands, en annars að mestu þurrt og léttskýjað a.m.k. framan af degi. Einnig er gert ráð fyrir úrkomu þegar líður á daginn við utanvert Snæfellsnes og á sunnanverðum Vestfjörðum og minniháttar lægðardragi á þeim slóðum. Áfram verður fremur kalt í lofti miðað við árstímann og gætu skúraský því hæglega hrannast upp í lofti. Vindur verður hægur og víða hafgola. Hiti 8 til 14 stig að deginum, einna hlýjast í uppsveitum Suðurlands. Gera má ráð fyrir að hitinn fari niður í 1 til 2 stig um nóttina á þeim stöðum þar sem lítið verður um ský og jafnvel frost á hálendinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.