Fjöldi iðkenda í Úrvalsbúðum KKÍ

Tindastóll sendi fjölda iðkenda úr árgöngum 97, 98 og 99 í úrvalsbúðir KKÍ sem haldnar voru á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Ekki voru það eingöngu iðkendur sem tóku þátt í búðunum, heldur tók Hrafnhildur Sonja Kristjánsdóttir þjálfari Tindastóls þátt í búðunum sem einn af þjálfurum.

Hjá stúlkunum voru tilnefndar úr 97 árganginum þær Guðlaun Rún Sigurjónsdóttir og Árdís Eva Skaftadóttir, úr 98 árganginum Linda Þórdís Róbertsdóttir, Valdís Ósk Óladóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir, Sunna Þórarinsdóttir og Kolbrún Ósk Hjaltadóttir og úr 99 árganginum þær Dagmar Rúnarsdóttir, Hugrún Gylfadóttir og Hafdís Lind Sigurjónsdóttir.

Hjá strákunum voru þeir Hlynur Freyr Einarsson, Arnar Freyr Stefánsson og Benedikt Loftur Rúnarsson tilnefndir úr 97 árganginum, Elvar Ingi Hjartarson og Pálmi Þórsson úr 98 árganginum og að lokum voru það þeir Haukur Sindri Karlsson og Örvar Pálmi Örvarsson sem voru tilnefndir úr 99 árganginum.

Stúlkurnar æfðu að Ásvöllum og strákarnir í íþróttamiðstöðinni við Dalhús í Grafarvogi.

Hrafnhildur Sonja Kristjánsdóttir starfaði í stúlknabúðunum sem þjálfari og náði sér þar í dýrmæta reynslu. Hún býst við að endurtaka leikinn í ágúst þegar seinni úrvalsbúðir sumarsins verða.

Nú í sumar munu landsliðshópar U-15 ára, eða krakka sem fæddir eru 96, verða kallaðir saman en sá árgangur lauk sinni þriggja ára þátttöku í úrvalsbúðum KKÍ í fyrra. Úrvalsbúðirnar eru einmitt hugsaðar til undirbúnings framtíðar landsliðsprógrammi yngri landsliðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir