Fjöldi erlendra stúdenta stunda rannsóknir í Verinu

Á myndinni má sjá frá vinstri, Anssi, Lukas, Hans, Mathieu, Katja,

Útlendingar gera sér fulla grein fyrir hversu miklum auðlindum við búum yfir hér á Íslandi í formi ósnortinnar náttúru. Á Íslandi og ekki síst í Skagafirði er gott að rannsaka lífríkið. Rannsóknaraðstaða í Verinu er jafnframt frábær. Þetta ásamt sterku samfélagi vísindamanna laðar að gott fólk.

Fjöldi vísindamanna er að störfum nú í sumar í tengslum við verkefni í fiskeldi, vist- og vatnalíffræði innan fiskeldis- og
fiskalíffræðideildar Hólaskóla. Allt eru þetta útlendingar og margir eru nemendur í masters- eða doktorsnámi. Verkefnin sem um ræðir eru:

Samþróun hornsíla og snýkjudýra, dr. Anssi Karvonen og Maiju Lanki frá háskólanum í Jyväskylä í Finnlandi.

Þróun hornsíla í og við Mývatn, dr. Katja Räsänen og Lukas De Ventura, Mike Senn (skiptinemi) frá EAWAG í Sviss, auk nýrra nema við Háskólann á Hólum Antoine Millet (doktorsnemi) og Mathew S. Seymor
(meistaranemi).

Mikilvægi móðuráhrifa í gegnum hrognastærð fyrir hreyfanleika og atferli bleikjuseiða, Mathieu Besson (skiptinemi) frá Intechmer í Frakklandi

Líf í lindum, Dan Govoni, meistaranemi við Háskólann á Hólum.

Tengsl útlits og fæðu hjá dvergbleikju, Mark Roper meistaranemi við Háskólann á Hólum.

Endurnýting á eldisvatni, Tom Martens og Hans van Someren Gréve, skiptinemar frá Hogeschoel Has Den Bosch í Hollandi

Einnig er rétt að geta doktorsnemanna: Pamellu Woods (USA), Camille Leblanc (frá Frakklandi) og Evu Küttner (frá Þýskalandi) sem stunda nám við skólann í samvinnu við Háskóla Íslands, University of Guelph í Kanada og University of Washington og Oregon State University í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir