Fjölbreytt verkefni SSNV

Innan SSNV-atvinnuráðgjafar hefur verið unnið að 69 verkefnum á fyrstu fimm mánuðum ársins, auk fimm verkefna sem atvinnuráðgjafar hafa unnið að í samstarfi við Vaxtarsamning Norðurlands vestra.
Skipting vinnustunda eftir verkefnaflokkum fyrstu fimm mánuði ársins var með eftirfarandi hætti:

Framleiðsla/iðnaður - 13,1%
Handverk - 2,1%
Landbúnaður - 1,9%
Menning/ferðaþjónusta/veitingaþjónusta - 34,9%
Orkuverkefni - 1,6%
Sjávarútvegur - 0,2%
Svæðisbundið samstarf/fræðsla - 39,8%
Vinna fyrir sveitarfélög - 5,4%
Þróunarverkefni - 1,1%
Eins og sjá má hafa fyrirferðamestu verkefnin verið á sviði svæðisbundins samstarfs og menningar-, ferða- og veitingaþjónustu. Þegar rýnt er nánar í verkskráningargögnin kemur í ljós að nokkur munur er á svæðinu hvað varðar verkefni. Þannig eru ferðaþjónustuverkefni mest áberandi í Húnaþingi vestra á meðan verkefni á sviði landbúnaðar og iðnaðar eiga stærri hlut austar á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir