Fjölbreytt verkefni fjöllistahóps
Fjöllistahópur vinnuskóla Skagafjarðar er starfræktur i fyrsta sinn þetta sumarið . Markmið hópsins er að ná að hjálpa bænum sem mest í sumar.Verkefnin eru mjög fjölbreytt hjá hópnum eða allt frá þvi að lesa bækur i leikskólum upp í að skrifa fréttir hjá Feyki. Fulltrúar fjöllistahópsins unnu viðtal um verkefni hópsins
Hvað er fjöllistahópurinn búinn að gera i sumar ? -Finna ljóð fyrir sundlaugina sem eru svo sett í heitu pottana og svo erum við búin að lesa bækur fyrir krakkana á leikskólum Sauðárkróks, lesa ljóð fyrir þá sem búa á dvalarheimilinu (deild 2 og 5 ) , við vorum með happdrætti og söngatriði á 17.Júní og svo á Lummudögum vorum við með tískusýningu og og fleira. Einnig gáfum við Pálínu sem sá um lummudagana skilti sem fjöllistahópurinn málaði .
Hvað er fjöllistahópurinn búinn að gera i sumar ? -Finna ljóð fyrir sundlaugina sem eru svo sett í heitu pottana og svo erum við búin að lesa bækur fyrir krakkana á leikskólum Sauðárkróks, lesa ljóð fyrir þá sem búa á dvalarheimilinu (deild 2 og 5 ) , við vorum með happdrætti og söngatriði á 17.Júní og svo á Lummudögum vorum við með tískusýningu og og fleira. Einnig gáfum við Pálínu sem sá um lummudagana skilti sem fjöllistahópurinn málaði .
2. Hver eru verkefni sumarsins ? -Verkefni sumarsins eru til dæmis að reyna að fá leyfi fyrir því að halda úti bíó eða sem sagt bílabíó ef það gengur upp,einu sinni i mánuði. Að lesa fyrir krakkana á leikskólunum og Dvalarheimilið. Búa til mennskt taflborð á barnaskóla lóðina svo vonandi komumst við í það að búa til heimildarmynd um vinnuskólann, sumartím og Hús frítímans. Síðan má ekki gleyma því að við ætlum að búa til málverk eða ekki við sjálf heldur fara í fyrirtæki og láta forstjórann gera eitthvað litið á strika og skrifa svo undir nafn og nafn á fyrirtækinu svo eru vonandi fullt af fleirrum verkefnum sem á bara eftir að grafa upp en við minnum bara á hugmyndakassan sem er í inngangnum á Skagfirðingabúð .
3. Hvernig hefur ykkur gengið í sumar T.d. á leikskólunum og dvalarheimilinu?-Þetta er búið að ganga eins og í sögu krakkarnir á leikskólunum voru voða þægir og hlustuðu vel á okkur og voru ekkert að stressa sig við að fara að leika fyrr en sagan var búin. Við fengum líka gott hljóð á dvalarheimilinu og klapp eftir ljóðalesturinn og svo gekk 17.Júní og Lummudagar bara ágætlega
4. Hvað eru þið mörg í Fjöllistahópnum? -Við erum 6 eins og er það var einn að hætta hjá okkur L en við eigum vonandi von á 2 nýjum á næstunni til að hjálpa okkur í sumar.
5. Er fólk ánægt með ykkar vinnu? -Já það vonum við en við vitum svosem ekkert um það en já við vonum það J
6. Eruð þið búin að fá margar hugmyndir i hugmyndakassann ykkar ? -Já en meira og minna bara eitthvað bull frá einhverjum sem veit ekkert hvað hann er að gera en við minnum enn og aftur á hann okkur vantar allveg endalaust af hugmyndum fyrir sumarið
7. Eitthvað sem þið viljið segja að lokum ? Já bara takk fyrir okkur og eigið góðan dag !
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.