Fjölbreytt dagskrá Húnavöku
Um næstu helgi verður blásið til stórhátíðar á Blönduósi en þá verður Húnavakan allsráðandi. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin er tilbúin og lítur svona út:
Föstudagur
14:00-17:00 Bókamarkaður í Héraðsbókasafninu
21:00 Geirmundur Valtýsson flytur öll sín bestu lög á Glaðheimatúninu við tjaldsvæðið. Aðgangur ókeypis í boði Kráks ehf.
21:00-01:00 Tónleikar og dansleikur í íþróttahúsinu. Miðaverð 1.000. Ekkert aldurstakmark:
Bróðir Svartúlfs, Agent Fresco og Svörtu sauðirnir
23:00 Bjartmar Guðlaugsson á veitingastaðnum Við árbakkann
Laugardagur
10:30-11:30 Áheyrnarprufur í Míkróhúninum, söngkeppni barna og unglinga
11:00-12:00 Blönduhlaup USAH
12:00-12:30 Sögustund í Hafíssetrinu - Ísbjarnasögur
12:00-13:00 Hádegistónleikar í kirkjunni - Samkórinn Björk. Miðaverð 1.000.
13:00-16:00 Fjölskylduskemmtun á torginu:
Setning
Gunni og Felix, Skoppa, Bjartmar Guðlaugsson, Bróðir Svartúlfs, Agent Fresco
Míkróhúnninn, söngkeppni barna og unglinga.
Verðlaunaafhending í Blönduhlaupi USAH
Vélhjólaklúbbur kemur í heimsókn
Barnaleiktæki
14:00-17:00 Bókamarkaður í Héraðsbókasafninu
16:00-18:00 Jesus Christ Superstar í Íþróttahúsinu. Kórar Blönduós- og Hólaneskirkju ásamt hljómsveit og 8 einsöngvurum.
20:00-22:00 Kvöldvaka í Fagrahvammi
Félagar úr Björgunarfélaginu Blöndu tendra varðeld
Stórsveit Skarphéðins Einarssonar
Gunni og Felix
Fegrunarverðlaun Blönduósbæjar
Sigurvegarar úr söngkeppni barna og unglinga syngja
Í svörtum fötum
Bakkasöngur og fjöldakassagítarleikur
23:00-03:00 Stórdansleikur í Íþróttahúsinu – Í svörtum fötum. Miðaverð 2.900. Aldurstakmark 16 ár. Forsala í íþróttahúsinu milli 17:00 og 18:00.
Sunnudagur
10:00 Golfklúbburinn Ós - Opna Gámaþjónustumótið. Skráning á www.golf.is
11:00-15:00 Spurningakeppni fyrir krakka í Hafíssetrinu. Þátttakendur geta komið hvenær sem er á tímabilinu.
12:00-14:00 Bíósýning í Félagsheimilinu – Skoppa og Skrítla
14:00-17:00 Hátíðardagskrá í Heimilisiðnaðarsafninu
15:00-16:00 Leiðsögn um Hafíssetrið með Þór Jakobssyni
16:30-17:00 Hafíssetrið: Nafn á hvítabirnuna sem dvelur þar tilkynnt og verðlaun afhent fyrir vinningsnafnið
Alla helgina
Námskeið í Kvennaskólanum þar sem Inese Elferte kennir málun á silki og bómullarefni. Nánari upplýsingar á www.textilsetur.is.
Heimilisiðnaðarsafnið er opið alla daga kl. 10.00 - 17.00. Vakin er athygli á sumarsýningu safnsins "Hring eftir hring".
Landsmót Skotíþróttasambands Íslands á svæði Skotfélagsins Markviss
Flughátíð á Blönduósflugvelli þar sem m.a. sýnt verður listflug og Þristurinn flýgur um svæðið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.