Fjárfestingarsjóðir og nýsköpunarfyrirtæki
Föstudaginn 26. febrúar, kl 11.30 verður haldinn fyrirlestur í kennslustofu ferðamáladeildarinnar í skólahúsinu á Hólum í Hjaltadal þar sem hæfni fjárfestingarsjóða í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum verður skoðuð.
Snorri Styrkársson hagfræðingur, stundakennari við Háskólann á Hólum og starfsmaður Kaupfélags Skagfirðinga mun halda erindi sem hann nefnir: Hæfni fjárfestingarsjóða í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
Fyrirlesturinn fjallar um hvort fjárfestingarsjóðir sem fjárfesta í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum hafi eitthvað annað fram að færa en peninga til að styðja við vöxt og viðgang fyrirtækja sem ætlað er að auka vöxt og nýsköpun samfélagsins. Fyrirlesturinn byggir á meistararitgerð Snorra Styrkárssonar við Háskólann á Bifröst og greinir m.a. árangur fjárfestinga Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
Að fyrirlestri loknum geta gestir keypt hádegisverð að hætti Hólamanna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.