Fiskibátur Steins Kára komið í úrlit á Rás2
Lag Steins Kárasonar "Fiskibátur" er komið í úrslit í sjómannalagakeppni Rásar 2. Lagið syngur ofursjarmurinn Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm en hún söng lag eftir ömmu sína í EVRÓVISJÓN í fyrra. Það er Bjargráðaband Steins sem leikur undir.
Hægt er að hlusta á lögin og kjósa á http://vefir.ruv.is/poppland/sjomannalagakeppni 28. maí - 4. júní.
Á heimasíðu RUV segir:
"Úrslit verða kunngjörð í Popplandi föstudaginn 4.júní. Í fyrstu viku júnímánaðar spilum við lögin sem komast í úrslit, frá morgni til kvölds á Rás 2, og landsmenn geta líka hlustað á lögin á Popplandsvefnum www.ruv.is/Poppland, þar sem hægt verður að kjósa sitt uppáhaldslag frá 28.maí til 4.júní. Sigurlagið verður svo flutt á Hátíð hafsins á Grandagarði, sjómannadagshelgina 5.-6. júní, og mun væntanlega hljóma ótt og títt í útvarpi allra landsmanna í allt sumar."
Tólf laga hljómplata Steins kemur svo væntanlega út um miðjan júní. Söngvarar auk Steins eru Páll Rósinkrans, Hreindís Ylva, Íris Guðmunds, Haukur Hauks, og Guðmundur Ben. Bakraddir syngur Ingi Gunnar Jóhannson.
Fiskibátur
Lag Steinn Kárason, Texti Steinn Kárason / NN, Söngur Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm
- Í gönguferð um kvöld ég fer
- þótt stormur blási á mig.
- Þetta er vetrarkvöld í nóvember
- ég stend hér og hugsa um þig.
- Ég horfi út á hafið
- og sé þig fyrir mér
- þar sem þú ert hjá mér
- og faðmar mig að þér.
- Næðingur og nístingskuldi
- næðir nú um jörð
- Þetta er vetrarkvöld í hríðarbyl
- ég horfi og hugsa um þig.
- Ég stari út á hafið
- og sé þig fyrir mér
- þar sem þú ert hjá mér
- og faðmar mig að þér.
- Siglir í átt til mín fiskibátur,
- ég sé ekki hver það er.
- Ert það kannski þú?
- Já, ég sé það nú.
- Það fer ekki á milli mála.
- Já, ég sé það nú að það ert þú.
- Ég sé að það ert þú.
- Marr í snjónum, snjókorn falla
- á visin sinustrá.
- Þetta er vetrarkvöld í desember
- ég stend hér og umfaðma þig.
- Við horfum út á hafið
- sem hylur þokan grá
- þegar þú ert mér hjá
- og faðmar mig að þér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.