Fíkniefni fundust við venjubundið eftirlit
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
07.06.2010
kl. 09.06
Á föstudag stöðvaði Lögreglan á Blönduósi þrjá menn sem voru á norðurleið og reyndist einn þeirra vera með óhreint mjöl í pokahorninu eða öllu heldur marijúana í pokahorninu.
Mennirnir voru færðir á lögreglustöð til skýrslutöku og nánari skoðunar og lögreglumaður með fíkniefnahund var einnig kallaður út til að leita nánar í bílnum. Þar fundust þá nokkrir pokar með sama efni til viðbótar og er hundinum þakkað að þeir pokar fundust.
Að skýrslutökum loknum var mönnunum þremur var sleppt út í nóttina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.