Fíkniefnaleit í togurum Fisk Seafood
Lögregla fór um borð í togarann Málmey frá Sauðárkróki áður en hann hélt til veiða á miðvikudag og leitaði fíkniefna. Forvarnastarf, segir yfirlögregluþjónn.
-Við fórum um borð í togarann Málmey en ekkert fannst. Sem er gott, segir Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki en leitin er liður í forvarnarstarfi sem Fisk Seafood hefur komið sér upp í samvinnu við VÍS og er þetta einn af öryggisþáttum þess. Að sögn Stefáns verður þessu samstarfi haldið áfram og leitað í fleiri togurum og öðrum vinnustöðum sé þess óskað. Að sögn Jóns E Friðrikssonar hjá Fisk Seafood væri markmiðið að halda óhappa og slysatíðni á skipunum í lámarki og þá þurfa allir þættir öryggis að vera í lagi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.