Feykir.is liggur niðri á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.08.2009
kl. 16.22
Vegna uppfærslu á vefumsjónarkerfi og sameiningu vefanna Feykis.is og Skagafjarðar.com mun Feykir.is liggja niðri á morgun og fram á föstudagsmorgun.
Við munum koma aftur í loftið með nýju útliti og ferskari en nokkru sinni á föstudagsmorgun. Þá munu Óli Arnar og Skagafjörður.com hafa gengið til liðs við vefinn. Óli og vinur hans herra Hundfúll munu skrifa inn á Skagafjarðarsíðu Feykis. Þeir sem smella af gömlum vana inn á Skagafjörður.com munu því lenda á Skagafjarðarsíðu Feykis þar sem kunnuleg andlit munu bíða þeirra en Óli Arnar mun færa með sér brot af því besta af Skagafjörður.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.