Ferskt grænmeti beint frá bónda á Blönduósi

Snippuð mynd af matland.is
Snippuð mynd af matland.is

Á heimasíðunni Matland.is er hægt að gerast áskrifandi af grænmeti sem kemur beint frá bónda. Kassarnir eru breytilegir eftir því sem er ferskast hverju sinni en yfirleitt eru tegundirnar á bilinu átta til ellefu. Þeir sem gerast áskrifendur geta valið um að fá vikulega kassa, á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega og er afhendingardagurinn á Hótel Blönduósi, Aðalgötu 6, á föstudögum. Maður getur sem sagt fengið nýtt og ferskt grænmeti fyrir hverja einustu helgi, hjómar dásamlega!

Hér er hægt að gerast áskrifandi

Á heimasíðunni segir að á Matlandi er boðið upp á áskrift að grænmetiskössum frá íslenskum bændum. Úrvalið er breytilegt eftir því hvað er til hverju sinni en þau auglýsa innihald í hverjum kassa með sex daga fyrirvara. Oft á tíðum eru einhverjar vörur í kassanum sem ekki er almennt að finna í stórmörkuðum, t.d. vegna lítillar framleiðslu. Það getur komið fyrir að við tiltekt verði breytingar á innihaldi kassans, m.a. vegna þess að vara sé uppseld eða ekki til. Þá áskilur Matland sér að skipta viðkomandi vöru út fyrir aðra. Þeir grænmetiskassar sem eru í áskrift eru þeir sömu og seldir eru í lausasölu á Matlandi í hverri viku. Þeir sem skrá sig í áskrift fá 5% afslátt af kassanum (fullt verð er 4.950 kr.). Hægt er að segja áskriftinni upp með viku fyrirvara inni á “Mínum síðum” á Matlandi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir