Fernando Bethencourt verður næsti aðstoðarþjálfari Stólanna í körfunni
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið Spánverjann frá Tenerife, Fernando Bethencourt Muñoz, sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla næsta tímabil. Samningurinn er til eins árs með opnun á tveggja ára samning.
Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns deildarinnar, er hér mikill happafengur á ferðinni en Fernando er sprenglærður í íþróttafræðum með mikla reynslu á sviði þjálfunar m.a. með sérhæfingu líkamlegrar þjálfunar í körfubolta. Tímabilið 2015-16 var hann íþróttaþróunaraðili (e. Sports development coordinator) hjá Club Baloncesto Almuñecar í Granada.
Fernando er einnig framhaldsskólakennari og mun hann kenna spænsku við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki næsta skólaár.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.