Félagar í Markviss gerðu góða ferð suður
Félagar í skotfélaginu Markviss gerðu góða ferð á Íslandsmeistaramótið í leirdúfuskotfimi um síðustu helgi. Áttu þeir í fyrsta sinn 2 menn úrslitum á Íslandsmóti.
Árangur okkar manna;
Brynjar Þór Guðmundsson varð Íslandsmeistari í 3.fl og fór upp í 2. flokk,
Í 1.fl hafnaði Bergþór Pálsson í öðru sæti og Guðmann Jónasson í því fjórða,og komust þeir báðir í
úrslit á mótinu,þar sem Bergþór hafnaði í þriðja sæti og Guðmann í því sjötta. Er þetta í fyrsta sinn sem Markviss á 2 menn í úrslitum á Íslandsmeistaramóti
og jafnframt þriðja árið í röð sem Guðmann kemst í úrslit á þessu móti
Þá hafnaði lið Skotf.Markviss í öðru sæti í liðakeppninni,aðeins 1 stigi á eftir
heimamönnum í Skotíþróttafélagi suðurlands.
Sigurvegari mótsins og Íslandsmeistari í Skeet 2009
varð Sigurþór Jóhannesson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.