Félag tónlistafólks á Norðurlandi

Nýverið var stofnað nýtt félag tónlistarfólks á Norðurlandi sem ber heitið Hljómur FTN. Markmið félagsins er að efla samstöðu tónlistarfólks í sameiginlegum hagsmunamálum eins og húsnæðismálum og viðburðahaldi. Einnig er félaginu ætlað að verða jákvætt andlit heildarinnar og bæta þannig ímynd tónlistarfólks.

Í tilefni að stofnun félagsins verður blásið til  sannkallaðar hátíðar-rokkveislu  næstkomandi

laugardagskvöld  á gamla Oddvitanum á Akureyri þar sem gestum verður m.a boðið upp á grill og fleiri

kræsingar. Um kvöldið munu svo hljómsveitir  halda upp svakalegri stemmningu og munu þar m.a stíga á stokk rokkhundarnir í Dr. Spock ásamt fleiri norðlenskum hljómsveitum.

Hátíðin byrjar kl. 19 á gamla Oddvitanum eins og fyrr segir  og kostar 1000kr inn.

Einnig er vert að minnast á glænýja heimasíðu félagsins www.hljomur.is þar sem hægt er að skrá sig inn og vera í  sambandi við annað tónlistarfólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir