Félag áhugamanna um spendýrarannsóknir
Á Norðanáttinni er sagt frá Söndru Granquist, dýraatferlisfræðingi, er fékk þá hugmynd að safna saman öllum þeim sem hafa áhuga á og stunda rannsóknir á íslenskum spendýrum. Úr varð að þann 25. apríl. s.l. kom þessi hópur saman á Hvanneyri í Borgarfirði og var Félag áhugamanna um spendýrarannsóknir stofnað.
Á fundinum var samankominn fjölbreyttur hópur manna og kvenna og voru verkefni þeirra kynnt. Þar var meðal annars fjallað um seli, hvali, hreindýr, minka, kanínur, refi, hagamýs, kýr, kindur, hesta ofl.
Þá var á fundinum kosin undirbúningsstjórn og hana skipa Sandra Granquist, Edda E. Magnúsdóttir og Rán Þórarinsdóttir.
Fyrst um sinn verður haldið utan um heimasíðu félagsins á melrakki.is og má smella HÉR til að skoða síðuna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.