Fékk snurvoð í skrúfuna
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
20.11.2009
kl. 08.23
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, var kallað út á miðvikudagsmorgun vegna vélarvana báts, 2 sjómílur suðvestur af Skagaströnd.
Um 21 m langan aftubyggðan trébát var að ræða sem hafði fengið snurvoð í skrúfuna. Þrír menn voru um borð. Húnabjörgin fór úr höfn 12 mínútum eftir að útkall barst og kom að bátnum 10-15 mínútum síðar. Hinn vélarvana bátur var dreginn til hafnar á Skagaströnd. Veður var fínt á svæðinu og því ekki talin mikil hætta á ferðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.