Fékk eftirlitsmyndavél í vinning

Dregið hefur verið í  eftirlitsmyndavélarleik Pardus-Raf  sem var á atvinnulífssýningunni 23.-24. apríl í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Vinningshafinn er  Brynjar Sverrir Guðmundsson eigandi Króksþrif.

Gestum á sýningunni var boðið að senda  sms  í myndavélina og fá mynd senda í símann sinn á viðkomandi  númer  sem fór svo í pott sem  dregið var úr. Brynjar hlýtur að launum  V900-B1 eftirlitsmyndavél .

Parsdus- Raf þakkar öllum sem komu í básinn og kynntu sér starfsemi fyrirtækisins og tóku þátt í leiknum.

Brynjar segir að hann ætli að setja myndavélina upp á heimili sínu og seinna þegar hann verður kominn með atvinnuhúsnæði undir Króksþrif varður vélinni komið þangað eða þá sambærilega eftirlitsvél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir