Fegrunarfélag Hvammstanga endurvakið
Boðað var til kynningarfundar í gær hjá Fegrunarfélagi Hvammstanga í félagsmiðstöðinni Orion og blásið lífi í félagið að nýju.
Það var Erla Björg Kristinsdóttir sem hafði frumkvæði að því að endurvekja Fegrunarfélagið en það var stofnað árið 1957 og byggði upp sjúkrahúsgarðinn á Hvammstanga í sjálfboðavinnu sem mikil prýði er af. –Ég hef verið að hugsa um þetta s.l. tvö ár og lét verða af því núna, segi Erla. –Ég er sjálf í skipulags-og umhverfisrráði sveitarfélagsins en mér finnst vanta að fólk almennt fái tækifæri til að hittast og ræða þau mál. Erla er með margar hugmyndir að verkefnum á Hvammstanga en segir að félagið muni fara rólega af stað og veturinn verði notaður til að skipuleggja næstu skref félagsins m.a. að skipa stjórn. Alls eru skráðir tuttugu og tveir í félagið sem væntanlega bíða spenntir eftir komandi sumri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.