Fatamarkaður á Hótel Varmalíð í kvöld
"Second hand" fatamarkaður verður haldinn á Hótel Varmahlíð í kvöld þriðjudagskvöld. Í boði verður allt frá sokkabuxum upp í kjóla og dúnúlpur.
Fatnaðurinn er frá Svanhildi hótelstjóra, móður hennar, móðursystur og ömmu. -Við verðum með sokkabuxur sem keyptar hafa verið og aldrei teknar úr pakkningunni, klúta, veski, kjóla og svona gæti ég talið áfram. Er fatnaðurinn bæði nýlegur og eins eitthvað kominn til ára sinna. Þetta er auðvitað sérstaklega smekklegt allt enda við annálaður smekkkonur, segir Svanhildur og hlær.
Verðið á varningnum er þetta á bilinu frá 500 krónum og upp í þrjú þúsund þó eintaka flík geti verið dýrari. Þá sagði Svana að fatnaðurinn kæmi í öllum stærðum og gerðum.
Markaðurinn hefst klukkan hálf nínu í kvöld og stendur til hálf ellefu.
Að sögn Svönu er æskilegt að fólk taki með sér lausan pening.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.