Farskólinn býður kennurum eins dags Stiklunámskeið
Í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins býður Farskólinn kennurum eins dags námskeið laugardaginn 5. september n.k. í kennslufræði fullorðinsfræðslu.
Námskeiðið verður haldið á Blönduósi, og leiðbeinandi verður Sigrún Jóhannesdóttir, kennslufræðingur hjá Fræðslumiðstöðinni.
Stiklunámskeiðin eru fjölþætt kennslufræðinámskeið fyrir leiðbeinendur og kennara í fullorðinsfræðslu, þar sem m.a. er fjallað um síbreytilegt hlutverk kennarans og kröfur til hans; forsendur fullorðinna nemenda og leiðir til að koma til móts við þær; fræðsluhönnun, undirbúning námskeiða og kennsluaðferðir; gagnlega kennslutækni og gerð kennsluefnis.
Á þessu námskeiði verður áherslan á hlutverk kennarans, mismunandi forsendur fullorðinna nemenda til náms og leiðir til að koma til móts við þær.
Áhersla á þátttöku, verkefnavinnu og hagnýta tengingu.
Námskeiðið verður kynnt nánar í byrjun ágúst á heimasíðunni og í skólum þegar þeir hefja störf í haust.
Farskólinn hvetur kennara til að taka daginn frá fyrir námskeiðið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.