Fannar Freyr Gíslason genginn í raðir ÍA

Fannar Freyr Gíslason knattspyrnumaður á Sauðárkróki hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍA og yfirgefur því herbúðir Tindastóls.

Fannar hefur leikið 29 leiki með Tindastóli og skorað 5 mörk. Feykir.is óskar Fannari góðs gengis á nýjum stað.
Áður hafði Arnar Skúli Atlason yfirgefið Tindastól en hann mun spila í Þorlákshöfn næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir