Fallegar vörur úr smálambaskinnum.
Loðskinn á Sauðárkróki fékk 2.500 skinn af smálömbum síðasta vor, en það var í fyrsta skiptið sem fyrirtækið sóttist eftir slíkum skinnum. Skinnin er eftirsótt í ýmsan varning allt frá litlum veskjum uppí loðkápur. Gunnsteinn Björnsson framkvæmdastjóri Loðskinns var að kynna meðhöndlun og úrvinnslu skinnanna fyrir Skagfirskum bændum á dögunum í tenglum við rabbfundi félags Sauðfjárbænda.
Hann sagði að sífellt fjölgaði þeim sem notuðu þessi skinn eða sæktust eftir þeim því þeim sem legðu fyrir sig saumaskap og margvíslega framleiðslu hefði fjölgað mikið eftir hið svokallaða bankahrun. Gunnsteinn sagðist telja að hann gæti hæglega afsett tíuþúsund skinn á ári ef þau á annað borð fengjust. ÖÞ.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.