Færri selir í selatalningu
Eitt þúsund og nítján selir voru taldir í hinni árlegu selatalningu á Hvammstanga á sunnudag. Er þetta fækkun frá fyrra ári en þrátt fyrir það er ekki talið að stofnin sé að minnka.
Svava Granquist var ein af þeim sem stóðu að talningunni hjá Selasetrinu. Hún segir að líklega sé það veðrinu um að kenna að ekki voru taldir jafn margir selir nú og í fyrra. Hvasst var í gær og voru því líklega fleiri selir í sjónum en á landinu miðað við talninguna í fyrra þegar blíðskaparveður var.
Stefnt er að því að telja seli á svæðinu í nokkur ár til að fá sem besta mynd af selastofninum. Rúmlega fimmtíu manns töldu seli um helgina og fer fjálboðaliðum sem aðstoða við selatalningu fjölgandi ár frá ári.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.