Færni í Ferðaþjónustu í Farskólanum
Farskólinn hefur ákveðið að fara af stað með námsleiðina Færni í ferðaþjónustu l, ef næg þátttaka næst. Námsleiðin er ætluð starfsmönnum í ferðaþjónustu eða þeim sem stefna að starfi í greininni.
Námsleiðin er 60 kennslustundir og er henni skipt í þrjá 20 kennslustunda hluta.
Náminu er ætlað að efla persónulega, faglega og almenna færni til að veita gæðaþjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í ferðaþjónustu.
Námsleiðin Færni í ferðaþjónustu l er metin af Menntamálaráðuneytinu til allt að 5 eininga styttingar á námi í framhaldsskóla.
Fyrirhugað er að byrja um miðjan janúar 2009. Kennt verður einu sinni í viku, á miðvikudögum frá kl. 17:00 – 21:15 og tvo laugardaga en kennari verður Pálina Hraundal
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.