Fækkað verði í sveitarstjórn Húnavatnshrepps

hunavatnshreppur1Rúv segir frá því að sveitarstjórnarfulltrúar E-lista í minnihluta hreppsnefndar Húnavatnshrepps leggi til að sveitarstjórnarfulltrúum verði fækkað um tvo á næsta kjörtímabili, og verði fimm í stað sjö eins og nú er, en íbúar sveitarfélagsins eru um fjögur hundruð talsins.

Erindi þess efnis var lagt fyrir á síðasta fundi hreppsnefndar og vísað til næsta fundar. Birgir Ingþórsson er annar sveitarstjórnarfulltrúa E-lista í hreppsnefndinni. Hann segir tillögu minnihlutans hafa verið vel tekið.

Með þessu sparist fjármunir og skapi um leið möguleika á að nýta nefndir sveitarfélagsins betur til umfjöllunar mála, og þar með gefa fleirum kost að taka þátt í ákvarðanatökunni.

/ruv.is

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir