Evróvision í kvöld
Í kvöld verður ljóst hvort framlag Íslands til menningarauka Evrópu verður tekið gott og gilt af evrópubúum eða ekki. Hvort heldur sem er þá er lag Óskars Páls afbragðs gott lag og ætti skilið að komast áfram.
Á Facebook hefur Óskar Páll verið að „kommenta“ og lítur út fyrir að gleði og eftirvænting sé í hópnum. Lesblindum gæti brugðið í brún þegar þeir lesa skilaboð um rúllutertuna.
Óskar skrifar.
Góður dagur að kveldi kominn, Jóhanna og co. stóðu sig mjög vel á sviðinu áðan. Þvílík forréttindi að fá að vinna með svona fólki :-)
Var að koma úr Júróklúbbnum og rakst þar á Flemming Geir.
Borðaði þar á undan alveg magnað sushi mmmmmmm.
búinn að finna minn stað í Moskvu : )
p.s fékk mér rússneska rúllutertu í eftirmat...
Vorum að koma úr setningarveislu Eurovision 2009 við rauða torgið. Rússar kunna greinilega að halda partý, þvílíkur klassi.
Fullt af flottum söngatriðum, en það voru ekki allir að fíla Mariju Serifovic, Takið eftir manninum á miðri mynd....
Takk fyrir góðar kveðjur og skilaboð, aðeins lokaæfing eftir hér í Moskvu og svo 1stk. forkeppni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.